Starfsdagur 7. júní 2017

   

Skógræktin og leikskólinn Álfheimar á Selfossu héldu 5 stöðva námskeið fyrir starfsfólk leikskólans um skógartengt útinám miðvikudaginn 7. Júní sl. 

25 starfsmenn skólans tóku þátt og dvaldi hver hópur hálftíma á hverri stöð og fluttist síðan á næstu þangað til allir höfðu verið á öllum stöðvunum. Ólafur Oddsson leiðbeindi á tálgustöðinni og fræddi um sjálfbærni í skógartengdu útinámi og hvernig foreldrar geta stutt við það starf og lært sjálfir um grunnþætti tálgunar og sjálfbærra skógarnytja. Jón Þór Birgisson kenndi um eldiviðinn og lét hvern þátttakenda kljúfa sinn viðarkubb. Hann fræddi um eldiviðargerð, uppkveikju og ólíkar viðargerðir til eldiviðargerðar. Benedikt Axelsson stjórnaði stöðinni um grisju og umhirðu og vistfræði skógarins og sjálfbærar viðarnytja. Anna Gina leibeindi um flutning á sjálfsánum furum og gróðursetningu þeirra í grenndarskóginu. Að lokum var leiðbeint um pizzasnúbrauðsgreinagerð yfir eldi og endaði námskeiðið á þeim ljúfu nótum undir fuglasöng og sólargeislum á þessum fallega degi. Námskeiðið er liður í samstarfi Skógræktarinnar, Álfheima og Vallarskóla í verkefninu Gullin í grenndinni sem hefur þann tilgang að tengja saman skólastigin með skógartengdu útinámi þar sem börn og starfsfólk beggja skólanna hittast í skóginum og kenna börnunum þar saman. Ljósm. Og texti Ól.Oddss.

 

Jón Þór kennir að kljúfa Anna Gína leiðbeinir um flutning á sáðplöntum
Benedikt Axelsson leiðbeinir um grisjun og vistfræði skógarins Ólafur Oddsson fjallaði um tálgun og sjálfbærni í útinámi

06/21/2017