Söngtextar


 

Myndir

Skógarferðir

Söngtextar

Starfsfólk

Álfasteinn

 

Söngtextar um líkamann

🙂 Það sem við erum að syngja inná deildJ 

Þá er kominn desember og við erum að bryrja að syngja jólalögin:)  

Bráðum koma

(Jóhannes úr Kötlum)

Bráðum koma blessuð jólin

börnin fara að hlakka til.

Allir fá þá eitthvað fallegt

í það minnsta kerti´ og spil.

Hvað það verður veit nú enginn,

vandi er um slíkt að spá.

En eitt er víst að alltaf verður

ákaflega gaman þá.

Máske þú fáir menn úr tini,

máske líka þetta kver.

Við skulum bíða og sjá hvað setur

seinna vitnast hvernig fer.

En ef þú skyldir eignast kverið,

ætlar það að biðja þig

að fletta hægt og fara alltaf

fjarskalega vel með sig.

 

Ég sá mömmu kyssa jólasvein

(Hinrik Bjarnason/T Connor)

Ég sá mömmu kyssa jólasvein,

við jólatréð í stofunni í gær.

Ég læddist létt á tá

til að líta gjafir á,

hún hélt ég væri steinsofandi

Stínu dúkku hjá,

og ég sá mömmu kitla jólasvein

og jólasveinnin út um skeggið hlær.

Já sá hefði hlegið með

hann pabbi minn hefð’ann séð

mömmu kyssa jólasvein í gær.

Jólasveinar ganga um gólf 

(Friðrik Bjarnason/Þjóðvísa) 

Jólasveinar ganga um gólf

með gildan staf í hendi

móðir þeirra sópar gólf

og flengir þá með vendi

Uppá stól

stendur mín kanna;

níu nóttum fyrir jól

þá kem ég til manna.

 

Jólasveinar einn og átta

(Þjóðvísa/F Montrose)

Jólasveinar einn og átta,

ofan komu af fjöllunum,

í fyrrakvöld þeir fóru að hátta,

fundu hann Jón á Völlunum.

Andrés stóð þar utan gátta, 

það átti að færa hann tröllunum.

Þá var hringt í Hólakirkju

Öllum jólabjöllunum.

Hjálpsamur jólasveinn.

( Hrefna Tynes/Erlent )

Í skóginum stóð kofi einn,

sat við gluggann jólasveinn.

Þá kom lítið héraskinn

sem vildi komast inn.

„Jólasveinn, ég treysti á þig,

veiðimaður skýtur mig!

„Komdu litla héraskinn,

því ég er vinur þinn.

( Gylfi Garðarsson  1996)

En veiðimaður kofann fann,

Jólasveinninn spurði hann;

„Hefur þú séð héraskinn

hlaupa um hagann þinn ? „

„Hér er ekki héraskott.

Haf skaltu þig á brott.“

Veiðimaður burtu gekk,

og engan héra fékk.

Adam átti syni sjö 

Adam átti syni sjö, 

sjö syni átti Adam. 

Adam elskaði alla þá 

og allir elskuðu Adam. 

Hann sáði, hann sáði, 

hann klappaði saman lófunum, 

stappaði niður fótunum, 

ruggaði sér í lendunum 

og sneri sér í hring.

Jólasveinninn minn

Jólasveinninn minn,

jólasveinninn minn

ætlar að koma í dag

Með poka af gjöfum

og segja sögur

og syngja jólalag

Það verður gaman

þegar hann kemur

þá svo hátíðlegt er

Jólasveinninn minn,

káti karlinn minn

kemur með jólin með sér

Bjart er yfir Betlehem 

(Ingólfur Jónsson/Enskt lag) 

Bjart er yfir Betlehem 

blikar jólastjarna. 

Stjarnan mín og stjarnan þín, 

stjarna allra barna. 

Var hún áður vitringum 

vegaljósið skæra. 

Barn í jötu borið var, 

barnið ljúfa kæra. 

Víða höfðu vitringar 

vegi kannað hljóðir 

fundið sínum ferðum á 

fjöldamargar þjóðir. 

Barst þeim allt frá Betlehem 

birtan undur skæra. 

Barn í jötu borið var, 

barnið ljúfa kæra. 

Barni gjafir báru þeir. 

Blítt þá englar sungu. 

Lausnaranum lýstu þeir, 

lofgjörð drottni sungu. 

Bjart er yfir Betlehem 

blikar jólastjarna, 

Stjarnan mín og stjarnan þín 

stjarna allra barna.

 

 

Snæfinnur snjókarl

(Hinrik Bjarnason/Steve Nelson)

Snæfinnursnjókarl

var með snjáðan pípuhatt,

Gekk í gömlum skóm

og með grófum róm

gat hann talað, rétt og hratt.

„Snæfinnur snjókarl!

Bara sniðugt ævintýr,“

segja margir menn,

en við munum enn

hve hann mildur var og hýr.

En galdrar voru geymdir

í gömlu skónum hanns:

Er fékk hann þá á fætur sér

fór hann óðara í dans.

Já, Snæfinnur snjókarl,

hann var snar að lifna við,

og í leik sér brá

æði léttur þá,

-uns hann leit í sólskinið.

Snæfinnur snjókarl

snéri kolli himins til,

og hann sagði um leið:

„Nú er sólin heið

og ég soðna, hér um bil.“

Undir sig tók hann

alveg feiknamikið stökk,

og á kolasóp

inn í krakkahóp

karlinn allt í einu hrökk.

Svo hljóp hann einn,

-var ekki seinn-

og alveg niðrá torg,

og með sæg af börnum söng hann lag

bæði í sveit og höfuðborg.

Já, Snæfinnur snjókarl

allt í snatri þetta vann,

því að yfir skein

árdagssólin hrein

og hún var að bræða hann.

Nú er Gunna á nýju skónum

(Ragnar Jóhannesson) 

Nú er Gunna á nýju skónum, 

nú eruað koma jól. 

 

Siggi er á síðum buxum, 

Solla á bláum kjól. 

Solla á bláum kjól 

Siggi er á síðum buxum, 

Solla á bláum kjól. 

Mamma er enn í eldhúsinu 

eitthvað að fást við mat. 

Indæla steik hún er að færa 

upp á stærðar fat. 

Pabbi enn í ógnarbasli 

á með flibbann sinn. 

„Fljótur, Siggi, finndu snöggvast 

flibbahnappinn minn“. 

Kisu er eitthvað órótt líka, 

út fer brokkandi. 

Ilmurinn úr eldhúsinu 

er svo lokkandi. 

Jólatréð í stofu stendur, 

stjörnuna glampar á. 

Kertin standa á grænum greinum, 

gul og rauð og blá.

 

Gekk ég yfir sjó og land

Gekk ég yfir sjó og land

og hitti þar einn gamlan mann,

spurði hann og sagði svo:

Hvar áttu heima?

Ég á heima á Klapplandi, Klapplandi,

Klapplandi.

Ég á heima á Klapplandi,

Klapplandinu góða.

(Stapplandi, Grátlandi,Hnerrlandi Hlælandi,Hvísllandi og Íslandi).

Nú skal segja. 

Nú skal segja, nú skal segja 

hvernig litlar telpur gera: 

Vagga brúðu, vagga brúðu 

-og svo snúa þær sér í hring.

Nú skal segja 

Nú skal segja, nú skal segja 

hvernig litlir drengir gera: 

Sparka bolta, sparka bolta 

-og svo snúa þeir sér í hring.

Nú skal segja 

Nú skal segja, nú skal segja 

hvernig ungar stúlkur gera: 

Þær sig hneigja, þær sig hneigja

-og svo snúa þær sér í hring.

Nú skal segja 

Nú skal segja, nú skal segja 

hvernig ungir piltar gera: 

Taka ofan, taka ofan 

-og svo snúa þeir sér í hring.

Nú skal segja 

Nú skal segja, nú skal segja 

hvernig gamlar konur gera: 

Prjóna sokka, prjóna sokka 

-og svo snúa þær sér í hring.

Nú skal segja 

Nú skal segja, nú skal segja 

hvernig gamlir karlar gera: 

Taka í nefið, taka í nefið 

-og svo snúa þeir sér í hring.

Aattssjúu!!! 

Við kveikjum einu kerti á

(S. Muri/Þýddur úr norsku af Lilju Kristjánsdóttir frá Brautarhóli)

Við kveikjum einu kerti á,

Hans koma nálgast fer,

sem fyrstu jól í jötu lá

og jesúbarnið er.

Við kveikjum tveimur kertum á

og komu bíðum hans.

Því Drottin sjálfur soninn þá 

mun senda í líking manns.

Við kveikjum þremur kertum á 

því konungs beðið er,

þótt Jesús sjálfur jötu og strá

á jólum kysi sér.

Við kveikjum fjórum kertum á;

brátt kemur gesturinn

og allar þjóðir þurfa að sjá

að það er frelsarinn.