Skógarferðir - Leikskólinn Álfheimar

Skógarferðir


 

  Myndir  Skógarferðir Söngtextar   Starfsfólk Dvergasteinn     Fréttabréf

 

19. október 2012

Í dag fórum við í fyrstu skógarferðina okkar.  Gengið var í gegn um garðinn út á Engi og allir að æfa sig að ganga í röð 2 og 2 saman.   Börnin okkar eru auðvitað snillingar og voru ekki í vandræðum með þetta. 

Settumst svo saman og spjölluðum um skógarsvæðið okkar.  Heyrðum og sáum meðal annars Krumma og vakti hann mikla lukku.   Allir duglegir að skoða umhverfið.  Fundum svo trén okkar en allir hóparnir heita eftir ákveðnu tré og ætlunin er að taka mynd af hópnum við tréð sirka einu sinni í mánuði og fylgjast með hvort við sjáum breytingar á trénu.  Annar hópurinn átti að heita Birkitré en við komumst að því að ekkert slíkt tré er úti á engi og því var hópurinn snarlega endurnefndur Viðjurnar.

Dásamleg skógarferð í yndislegu veðri

  Skógarferðir 

Gaman í fyrstu skógarferðinni okkar

Viðjuhópur við tréð sitt

Reynitréhópur við sitt tré

   

Ýmislegt brallað og skoðað og trjágöngin okkar þóttu mjög spennandi