Fundir umhverfisráðs


Umhverfisnefndarfundur 7. febrúar 2019  kl. 8:30

Mættir: Jóhanna, Soffía, Erna, Bjarkey, Guðrún Lilja, Hanna Rut.

Rafmagnslausi dagurinn gekk mjög vel.

Dvergasteinn skilar heimajarðgerðarmöppu til Völusteins. Ekkert hrært, þegar átti að hræra var allt frosið.

Pappír sem tilfellur í eldhúsinu. Þegar fólk er að sækja matinn og er að bíða þá endilega bjóta niður og klippa pappír. Svo þurfa deildir að taka pappír til að mála og teikna á og eitthvað fleira. Þetta hefur ekki gengið vel. Starfsfólk hefur ekki verið að taka inná deildir og þá er drasl af þessu. Ætlum að prufa þetta í einn mánuð í viðbót, ákveða svo hvað við gerum áfram.

Brauðafgangar. Eru deildirnar að safna brauðinu sér fyrir nautin, ekki setja brauðið í fötuna með mjólk og fleiru. Það þarf endilega að laga þetta. Endilega hafa brauðafganga sér.

Það verður fundur í dag með Óðni og arkitekt lóðar.

 

Ritari Jóhanna Þórhallsdóttir

Næsti fundur 1. mars  2019

Fundi slitið: 9:00

________________________________

Umhverfisnefndarfundur 10. janúar 2019  kl. 8:30

Mættir: Jóhanna, Soffía, Erna, Bjarkey, Guðrún Lilja, Hanna Rut, Kristín Hanna, ‚Óskar Bragi, María Katrín.

Umhverfisnefndarfundir verða 1. fimmtudag í mánuði.

Óskar Bragi og María Katrín sögðu frá að þau eru að gera pappamassa á Óskasteini. Sögðu hvernig þau gera pappamassan. Þau endurnýta þannig pappír. Þau gerðu skálar og skraut úr pappamassanum. Gott að geta gert nýjan pappír úr gömlum.

Búin verður til mappa til að setja inn þemu(greinagerðir)  fyrir grænfánaumsókn 2020.

Dvergasteinn skila af sér heimajarðgerðartunnu. Settu sag sem var til í tunnurnar. Fundu plastdót, 7 cm plastrenning, plastpoka og álrenning.

Rafmagnslaus dagur 15. Janúar, þriðjudagur. Förum snemma út, fljótlega eftir morgunmat. Minna foreldra á að merkja vasaljósin. Kakó verður hitað úti (Soffía, Hanna Rut) . Það verður píta í hádegismatinn. Rafmagnsleysið verður til 13:00. Af hverju höfum við rafmagslausan dag ? Hver er tilgangurinn, muna að ræða það með börnunum. Stefnum að því að lesa af rafmagsmæli daginn áður og rafmagslausa daginn og bera saman.

 

Ritari Jóhanna Þórhallsdóttir

Næsti fundur 7. febrúar 2019

Fundi slitið: 9:00

umhverfisnefndarfundur 5 september 2018

 

Umhverfisnefndarfundur 23.desember 2015

Umhverfisnefndarfundur 25.nóvember 2015

Umhverfisnefndarfundur 15.október 2015

Umhverfisnefndarfundur 26.ágúst 2015

Umhverfisnefndarfundur 3.júní 2015