Rafmagnslausdagur

Rafmagnslaus dagur verður í leikskólanum Álfheimum þriðjudaginn 15. janúar frá kl: 7:45-13:00.

Engin ljós verða kveikt og rafmagnstækin hvíla sig.

Rafmagnslaus dagur er hluti af Grænfánaverkefninu okkar þar sem við leiðum hugann að því í hvað við notum rafmagn og hvort og hvernig við getum sparað það.

Gaman væri ef börnin hefðu með sér

vasaljós og gott er að merkja þau vel.