Afmæli Álfheima

Haldið var upp á afmæli Álfheima 14. desember.

Allar deildir/hólf gerðu sér dagamun og fögnuðu deginum í rauðu þema.

Á Álfa- og Dvergasteini var hringekja þar sem börnin fóru á milli stöðva. Þar voru meðal annars bakaðar piparkökur, gerðar kórónur og leikið í frjálsum leik.

Óska- og Völusteinn voru með sameiginlega söngstund, opnuðu jólagluggann og fóru í jólaskógarferð.

Mána- og Huldusteinn voru með sameiginlega söngstund og dönsuðu í kringum jólatréð.