Hagnýt ráð frá iðjuþjálfa


Val á skóm á börnin okkar

Að velja skó á börnin okkar getur verið snúið og margt að huga að, því þegar börn ganga í slæmum skóm getur það haft áhrif á þroska og

 

mótun fótanna, og leitt seinna meir til þess að barnið fái fótaóeirðir og vandamál tengd þeim. Mikilvægt er að skoða vel gæði skónna og fylgjast vel með að stærðin passi. Börnin stækka hratt og geta tekið vaxtakippi. Því þarf að fylgjast vel með en gæta þess þó að kaupa ekki of stóra skó.

Rannsóknir hafa sýnt að á mestu mótunar árum barnanna geti góður skóbúnaður skipt gríðarlegu máli varðandi þroska og líðan seinna meir.

Hér eru nokkrir góðir punktar sem gott er að miða við, við val á skóm;

 • Gæta þess að skórnir hamli ekki náttúrulegum hreyfngum barnanna
  • Séu sveigjanlegir
  • Léttir
 • Náttúruleg efni sem að anda
 • Sólinn skal vera mjúkur og fylgja hreyfingu barnanna.
 • Kuldaskór með meira gripi í sólum.
  • Gæta þess að þeir séu ekki of klossaðir og þungir.
 • Gæta að stærð, ekki er gott fyrir börnin að vera í of stórum skóm, það hefur mikil áhrif á hreyfigetu þeirra. Þröngir og stífir skór geta einnig haft áhrif á vöxt og þroska fótsins.
 • Gott að mæla fótinn áður en skór eru verslaðir frá hæl að lengsta punkti táa, gæta þess að barnið standi í fótinn þegar að hann er mældur.
 • Góð regla að athuga stærð á skónum á 2- 4 mánaða fresti.
  • Hafa 7mm rúmt ummál til að hreyfa sig í innan skósins.
  • Gott að miða við að kaupa skó sem eru 1,5cm lengri en mæld skóstærð, til að gefa svigrúm og smá svæði til að stækka í.
 • Gott að eiga fleiri en eitt par til skiptanna, ekki æskilegt að vera í blautum skóm.

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða vangaveltur, endilega nálgist mig og ræðið málið,  Guðrún Edda, iðjuþjálfi.