leikskoli

Rauður dagur

12.desember er rauður dagur í Álfheimum. Þá klæðumst við rauðum fatnaði, syngjum jólasveinalög og hlustum á jólasveinasögur.  

Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni af degi íslenskrar tungu sem er á morgun 16. nóvember komu nokkrir nemendur úr 6. bekk Vallaskóla og lásu fyrir börnin í Álfheimum.  Síðan var sameiginleg söngstund í salnum. Góða helgi.  

Eyþór Ingi

Starfsmenn og börn skemmtu sér vel þegar Eyþór Ingi kom í heimsókn og söng nokkur lög með okkur Hér má sjá mynd með starfsmönnum og Eyþóri og HÉR getið þið nálgast myndskeið frá gleði barnanna 🙂

Sýning í sal Álfheima

Sýning  á verkefnum nemenda í Álfheimum og Vallaskóla sem þau unnu í tengslum við þróunarverkefnið Gullin í grenndinni stendur yfir í sal Álfheima.        Sýningin verður til 7.júní          Allir velkomnir

Græn vika í Álfheimum 22. – 26. apríl 2013

Hreinsunardagar 22. og 23.apríl, starfsfólk  og nemendur taka til á inni– og útisvæðum leiksólans Grænn dagur 24.apríl -þá klæðast starfsmenn og nemendur grænum fatnaði, grænn litur verður ráðandi í verkefnavinnu  og grænar kökur bakaðar. Bíllaus dagur 26.apríl—þá koma þeir sem geta gangandi, hjólandi eða hlaupandi í leikskólann.