Kenning Birgitta Knutsdotter Olofsson um leik og leikuppeldi


Birgitta Knutsdotter Olofsson er öflugur boðberi boðskiptakenningar Bateson. Árið 1986 byrjaði hún að vinna að rannsóknarverkefni um „leikinn sem uppeldisaðferð“. Hún hóf starfið með því að kynna sér aðþjóðlegar rannsóknir á leik barna síðustu tíu árin og tengja þær við hagnýtar athuganir í leikskólum í heimalandi sínu. Skýrsla hennar um þessar kannanir er bókin „Lek för livet“ sem kom út í Svíþjóð árið 1987.

Olofsson hefur gert grein fyrir sex undirstöðuatriðum í kenningu sinni um leik og leikuppeldi.

  1. Hliðarskilaboð mynda sálærna umgjörð um leikinn, barnið prófar og rifjar upp án mikillar áhægttu því þetta er nefnilega „allt í gamni“.
  2. Áhersla á mikilvægi og hlutverk fullorðna fólksins í leikuppeldi. Barnið áttar sig snemma á muninum á hvað er leikur og hvað er ekki leikur.
  3. Byrjunargeta allra leikgerða birtist þegar á fyrsta ári barnsins. Þær þróast og dafna fram eftir aldri.
  4. Fyrst og fremst er leikurinn viðhorf en ekki frumstætt fyrirbæri eða sérstakt einkenni bernskunnar. Þetta viðhorf til lífsins í samskiptum við aðra er „krydd lífsins“. Þykjustuleikurinn er mikilvægastur allra leikja fyrir alhliða þroska barnsins.
  5. Þykjustuleikurinn er tjáningarháttur sem ímyndunaraflið kemur skýrt fram í.
  6. Leikur er háður ytri aðstæðum svo sem umhverfi og menningu.

Olofsson segir að sú þekking sem til er í dag á leik ungra barna bendi til þess að unnt sé að hafa mikilvæg og jákvæð áhrif á börn í leikskólastarfi. Hún telur að því virkari sem fullorðna fólkið er, því meir sem það örvar leiki almennt, sérstaklega þykjustuleiki, því þróaðri verði hlutverkaleikirnir.