Fundir umhverfisráðs


Umhverfisnefndarfundur

 1. janúar 2020 kl. 9:10

Mættir: Jóhanna, Bryndís Brá, Bjarkey, Hulda, Kristín Hanna, Sigrún, Margaríta  og Andrea.

 • Starfmaður hjá íslenska gámafélaginu ætla að koma til okkar vegna maípoka.
 • Leiðbeiningartexti fyrir moltugerð. Soffía og Margaríta ætla að gera leiðbeiningar sem fara í heimajarðgerðarmöppuna.
 • Moltutunnur og þurrefni. Það verða upplýsingar um þetta í leiðbeiningunum. Mikilvægt að muna að setja vel að þurrefnum. Hulda ætlar að koma með timburkurl til ykkar.
 • Pappírsátaksvika verður fyrstu vikuna í febrúar. Hvernig getum við nýtt allan pappír mjög vel, t.d. pappakassa.
 • Á heimasíður hjá grænfánanum er hægt að finna mikið af hugmundum að ýmsum verkefnum
 • Muna að skila af sér verkefnum frá haustönninni.
 • Umræða um að fá hænur. Upp koma hugmynd að hafa það sem þróunarverkefni, sækja um styrk.

Fundi slitið 9:55

Jóhanna Þórhallsdóttir

__________________________________________

Umhverfisnefndarfundur
8. desember 2019 kl. 9:25
Mættir: Jóhanna, Bryndís Brá, Bjarkey, Hulda, Kristín Hanna, Sigrún og Andrea.
• Plastpokar hafa mikið minnkað, flestir foreldrar komnir með fjölnotapoka. Litlir, ódýrir og góðir pokar til í rúmfatalagernum fyrir þá sem vantar.
• Muna að hugsa þegar við erum að plasta í plöstunarvélinni, þufum við að plasta það sem erum að plasta og ef við þurfum þess nýta þá vel plastið.
• Passa að muna að vinna alltaf eftir gránfánanum, sækjum um endurnýjun næsta vor. Það virðist ganga betur núna með flokkun eins og t.d. á kaffistofunni.
• Buið að bæta við döllum fyrir fyrir raftæki og rauða krossinn hjá eldhúsinu.
• Rætt um að setja maíspoka hjá bleyjum. Sigrún vinnur hjá islenska gámafélaginu og ætlar hún að athuga með maíspoka fyrir okkar.
• Athuga hvort Kristrún hjá Dögum geti verið með okkur á umhverfisfundum.

Fundi slitið 10:30

______________________________________________

Umhverfisnefndarfundur

Dagskrá 12. nóvember  2019 kl. 10:45

Mættir: Jóhanna, Bryndís Brá, Arna, Soffía, Hulda, Kristín Hanna.

 • Aron Elí og Heiðar Alexander komu á fundinn. Ánamaðkar eru á Völusteini sem borða börk, kaffikorg og hýði, nammið þeirra er eggjaskurn. Þeir fæða líka börn í eggja skurninni. Allir passa sig hvað þeir borða mikið, fyrst fær maður sé eina ausu svo við hendum ekki mat. Það er slæmt fyrir jörðina ef við hendum mat. Á Völusteini eru ekki notaðir plastpoka, mamma og pabbi þurfa að koma með aðra poka til að setja blautu fötin í.
 • Setja inná deildir upplýsingar um hvernig á að flokka. Soffía hefur gert leiðbeiningar hvernig við flokkum. Laga þarf heimajarðgerðarmöppuna, Soffía er að gera það. Muna að það á að skola og flokka fernur og smjördalla inná deildum. Setja smá vatn í fötuna þar sem hnífapörin eru og þá má setja mjólk og vatn líka bara ekki neina matarafganga. Matarafgangar af diskum starfsfólks og barna fara í svanga manga inná deild og svo í brúnu tunnuna úti. Jarðgerðarfata (farandbikar) kemur til með að fylgja heimajarðerðartunnunum og því heimajarðgerðamöppunni.
 • Biðja foreldra að koma með fljölnota poka fyrir t.d. blaut föt.
 • Enn stendur til boða að fá ána inná deildir, hvernir vilja fá ána.

 

 

 

 

Fundi slitið 11:30

__________________________________________

Umhverfisnefndarfundur

Dagskrá 8. október  2019 kl. 10:45

Mættir: Jóhanna, Bryndís Brá, Birna, Soffía, Hulda, Bjarkey.

 • Grænn dagur, dagur íslenskrar náttúru 16. september.það þarf að hafa skýrara skipulag, hvað hver gera og á hvaða tíma.
 • Það gengur illa að flokka betur inná deild. Það á ekki að senda allt í eldhúsið, við flokkum líka inná deildunum.
 • Halda áfram með heimajarðgerð. Hver deild sér um einn mánuð til að byrja með. Mappan um heimajarðgerð fer á milli deilda og fraan á möppuna kemur til með að vera listi yfir það sem má fara í heimajarðgerðartunnuna. Soffía ætlar að gera möppuna tilbúna. Ætlum að byrja eftir næsta fund og þá byrjar Völusteinn. Ein heimagarðgerðatunna verður fyrir garðúrgang. Safna laufblöðum og þurfa til að safan sem þurrefni fyrir moltutunnuna og geymt í dótaskúrnum. Eldhús er að safna kartöflupokum fyrir laublöðin.
 • Vilja fleiri deildir Ána, eða heim til sína, þeim fjölgar mikið J
 • Inná sameiginlega svæðinu – umhverfismál, grænfánaumsókn 2018 er hægt að skoða allt í sambandi við grænfánaumsókn og fleira síðan 2018.
 • Umhverfissáttmálinn, vita allir hvað það er ???
 • Er hægt að fá fleiri bréfpoka svo við minnkum plastplokanotkun.
 • Ekki nota plastpoka í ruslafötur og fyrir blaut föt.
 • Elda meira úti, vera dugleg að nota eldstæðið.
 • Ósk um að hafa hænur.

 

 

Fundi slitið 11:30

________________________________________

Umhverfisnefndarfundur

10. september  2019 kl. 10:45

Mættir: Jóhanna, Bryndís Brá, Birna, Soffía.

 • Grænn dagur, dagur íslenskrar náttúru 16. september. Elda kjötsúpu úti. Börn á Óskasteini og Völusteini skera grænmeti að einhverju leyti í súpuna. Það þarf að fara út um 10 leytið og kveikja upp. Völusteinn og Óskasteinn sjá um eldunina. Stefnan er að hafa karftöflur frá okkkur í súpunni og því þarf að taka upp uppskeruna okkar í þessari viku.
 • Það þarf að mun að flokka inná deildum eins og t.d. mjólkurfernur, plast og fleira sem er hægt að flokka inná deildum. Plast og pappir er flokkað inná deildum. Það sem fer í brúnu tunnuna er flokkað inná deildum þ.e. lífrænt. Fer í svanga manga.
 • Það þarf að kaupa maíspoka fyrir deildirnar til að setja í Svanga manga og svo í brúnu tunnurnar sem eru komnar.
 • Ákveðið á næsta fundi hvað við ætlum að gera í sambandi við heimajarðgerðartunnurnar, deildir þurfa að ræða þetta og fulltrúi deildar segir frá á næsta umhverfisnefndarfundi.
 • Næsta vor þ.e. 2020 sækjum við um endurnýjum á grænfánanum.
 • Óskasteinn fer í vetur í vinnaminni og nú þarf að bjóða þeim í rabbaragraut á Engið. Þessu málið er vísað til deildarstjóra á Óskasteini og Völusteini.

 

Fundi slitið 11:15

_________________________

Umhverfisnefndarfundur 7. febrúar 2019  kl. 8:30

Mættir: Jóhanna, Soffía, Erna, Bjarkey, Guðrún Lilja, Hanna Rut.

Rafmagnslausi dagurinn gekk mjög vel.

Dvergasteinn skilar heimajarðgerðarmöppu til Völusteins. Ekkert hrært, þegar átti að hræra var allt frosið.

Pappír sem tilfellur í eldhúsinu. Þegar fólk er að sækja matinn og er að bíða þá endilega bjóta niður og klippa pappír. Svo þurfa deildir að taka pappír til að mála og teikna á og eitthvað fleira. Þetta hefur ekki gengið vel. Starfsfólk hefur ekki verið að taka inná deildir og þá er drasl af þessu. Ætlum að prufa þetta í einn mánuð í viðbót, ákveða svo hvað við gerum áfram.

Brauðafgangar. Eru deildirnar að safna brauðinu sér fyrir nautin, ekki setja brauðið í fötuna með mjólk og fleiru. Það þarf endilega að laga þetta. Endilega hafa brauðafganga sér.

Það verður fundur í dag með Óðni og arkitekt lóðar.

 

Ritari Jóhanna Þórhallsdóttir

Næsti fundur 1. mars  2019

Fundi slitið: 9:00

________________________________

Umhverfisnefndarfundur 10. janúar 2019  kl. 8:30

Mættir: Jóhanna, Soffía, Erna, Bjarkey, Guðrún Lilja, Hanna Rut, Kristín Hanna, ‚Óskar Bragi, María Katrín.

Umhverfisnefndarfundir verða 1. fimmtudag í mánuði.

Óskar Bragi og María Katrín sögðu frá að þau eru að gera pappamassa á Óskasteini. Sögðu hvernig þau gera pappamassan. Þau endurnýta þannig pappír. Þau gerðu skálar og skraut úr pappamassanum. Gott að geta gert nýjan pappír úr gömlum.

Búin verður til mappa til að setja inn þemu(greinagerðir)  fyrir grænfánaumsókn 2020.

Dvergasteinn skila af sér heimajarðgerðartunnu. Settu sag sem var til í tunnurnar. Fundu plastdót, 7 cm plastrenning, plastpoka og álrenning.

Rafmagnslaus dagur 15. Janúar, þriðjudagur. Förum snemma út, fljótlega eftir morgunmat. Minna foreldra á að merkja vasaljósin. Kakó verður hitað úti (Soffía, Hanna Rut) . Það verður píta í hádegismatinn. Rafmagnsleysið verður til 13:00. Af hverju höfum við rafmagslausan dag ? Hver er tilgangurinn, muna að ræða það með börnunum. Stefnum að því að lesa af rafmagsmæli daginn áður og rafmagslausa daginn og bera saman.

 

Ritari Jóhanna Þórhallsdóttir

Næsti fundur 7. febrúar 2019

Fundi slitið: 9:00

umhverfisnefndarfundur 5 september 2018

 

Umhverfisnefndarfundur 23.desember 2015

Umhverfisnefndarfundur 25.nóvember 2015

Umhverfisnefndarfundur 15.október 2015

Umhverfisnefndarfundur 26.ágúst 2015

Umhverfisnefndarfundur 3.júní 2015