Veikindi barna


Veikindi

Ef börn eru veik eiga þau ekki að vera í leikskólanum. Þess vegna biðjum við foreldra um að halda börnunum heima í veikindum. Einnig er nauðsynlegt að hægt sé að ná í einhvern sem getur sótt barnið ef það veikist á leikskólatíma.

Ef um veikindi eða frí er að ræða hjá barni vinsamlegast látið viðkomandi deild vita. Innivera í tengslum við veikindi verður að vera í samráði við deildarstjóra.