Fundagerð frá fundi í foreldraráði á Teams
- október 2020
Mættir: Jóhanna, Gunna Stella, Salóme, Erna Karen og Eva Hrönn .
- Ársskýrsla er að verða tilbúin verður send foreldrar ráði fljótlega til yfirlestrar.
- Jóhanna sagði frá framkvæmdum sem hafa verið í Álfheimum. Leikskólinn opnaði tveimur dögum seinna en áætlað var eftir sumarfrí vegna framkvæmda. Fyrstu dagana eftir að það var opnað var ekkert eldhús og því reynt að finna ýmsar lausnir til að gefa börnunum að borða. Í dag er að mestu leyti allt að verða tilbúið, ískápur og frystir eru ekki komnir í gagnið og eru því nokkrir ískapar hér og þar sem við höfum fengið að láni þangað til nýji ísskápurinn verður tilbúin, en það er svo til enginn frystir. Einnig vantar í eldhús hirslur fyrir leirtau eins og skálar, könnur og fleira.
- Iðnaðarmenn eru ennþá að nota geymsluna þar sem áhöld í sal og fleira verður geymt svo allt það dót eru í salnum. Einnig er stór hluti að því sem á að vera í þvottahúsi í salnum því ekki eru komnir hillur í þvottahúsið. Ekki er hægt að setja hillur vegna láns ískápa sem eru í þvottahúsinu.
- Jóhanna og Eva Hrönn vita ekki annað en að eftir eigi að lagfæra eldvarnir á þeirri hlið á Völusteini sem snýr að nýrri starfsmannaálmu. Foreldraráð og stjórnendur hafa áhyggjur af því að þetta hafi ekki verið gert.
Fundi slitið 14:30