Grænfánaverkefnið

Umsókn um Grænfána 2022

Greinargerð með umsókn um Grænfánann 2022 (2)
Endurgjöf - Álfheimar

 

Umhverfissáttmáli Álfheima

Hér má nálgast nýjan umhverfissáttmála Álfheima en hann var frumfluttur opinberlega 7. júní 2018 þegar leikskólinn fékk 8. Grænfánann afhentan

Fréttir og fundir

Umhverfisnefndarfundur

3. nóvember 2020
Umhverfisnefndarfundur 27. október 2020 kl. 10:00 Mættir: Jóhanna, Soffía, Brigitte, Heiða, Herdís, Bryndís Brá og Petra Völusteinn skilar heimajarðgerðamöppu til Óskasteins. Komnar leiðbeiningar á möppuna. Fram að næsta fundir fara matarafgangar úr Svanga manga á Óskasteini í heimajarðgerðartunnuna, þeirri sem bandið er utanum. Afgerandi kostning á þema var Lýðheilsa. Rætt um hvernig umræða um þemavinnuna var á starfsmannafundinum í síðustu viku. Völu- og Óskasteinn ætla að útfæra sín verkefni innan lýðheilsu. Hvað er það sem við viljum græða á vinnu tengdri lýðheilsu. Völu- og óskasteinn gerðu plagöt sem hægt er að skoða á kaffistofunni í starfsmannaálmunni. Mánasteinn ætlar að leggja áherslu á matarræði, tannheilsu, vatnsdrykkju og holt matarræði. Rætt um að gott væri að hafa meira úrval af grænmeti t.d. fleira en eitt í boði í einu. Petra ætla að skoða hvernig staðan er með vatnsslöngu útí garði. Muna að læsa báðum hurðum á dótaskúrnum , læsa bæði uppi og niðri. Búið að færa eina moltutunni inná útikennslusvæðið. Umræða hvort það sé hægt að stækka útikennslusvæði. Það hafa safnast laufblöð í hrúgu fyrir framan starfsmanna innganginn endilega fara með börnum og setja í kartöflupoka. Svo má geyma pokana í dótaskúrnum og nota laufblöðin í moltugerðina. Mikilvægt að við hugum að orðræðunni í leikskólanum, hvernig við tölum um starfið okkar. Eitthvað hefur borið á því að starfsfólk pirrist yfir lyktinni þegar við erum með útieldun. Útieldun er hluti að okkar starfi og því fylgir ákveðin lykt, en svona er þetta í Álfheimum J Næsti fundur er 24. nóvember 2020 Fundi slitið 10:45 Jóhanna Þórhallsdóttir

Grænfánaafhending

18. september 2020

Leikskólinn Álfheimar fékk sinn níunda Grænfána á degi íslenskrar náttúru miðvikudaginn 16. september 2020.

Margrét Hugadóttir sérfræðingur frá Landvernd afhenti börnunum fánann með þeim orðum að hann væri verðulaun fyrir að vernda landið okkar.

Umhverfisnefndarfundur

13. janúar 2020

13. janúar 2020 kl. 09:10

Mættir: Jóhanna, Bryndís Brá, Bjarkey, Hulda, Kristín Hanna, Sigrún, Margaríta og Andrea.

Starfmaður hjá íslenska gámafélaginu ætla að koma til okkar vegna maípoka.
Leiðbeiningartexti fyrir moltugerð. Soffía og Margaríta ætla að gera leiðbeiningar sem fara í heimajarðgerðarmöppuna.
Moltutunnur og þurrefni. Það verða upplýsingar um þetta í leiðbeiningunum. Mikilvægt að muna að setja vel að þurrefnum. Hulda ætlar að koma með timburkurl til ykkar.
Pappírsátaksvika verður fyrstu vikuna í febrúar. Hvernig getum við nýtt allan pappír mjög vel, t.d. pappakassa.
Á heimasíður hjá grænfánanum er hægt að finna mikið af hugmundum að ýmsum verkefnum
Muna að skila af sér verkefnum frá haustönninni.
Umræða um að fá hænur. Upp koma hugmynd að hafa það sem þróunarverkefni, sækja um styrk.
Fundi slitið 9:55

Jóhanna Þórhallsdóttir

Umhverfisnefndarfundur

8. desember 2019

8. desember 2019 kl. 9:25
Mættir: Jóhanna, Bryndís Brá, Bjarkey, Hulda, Kristín Hanna, Sigrún og Andrea.

  • Plastpokar hafa mikið minnkað, flestir foreldrar komnir með fjölnotapoka. Litlir, ódýrir og góðir pokar til í rúmfatalagernum fyrir þá sem vantar.
  • Muna að hugsa þegar við erum að plasta í plöstunarvélinni, þufum við að plasta það sem erum að plasta og ef við þurfum þess nýta þá vel plastið.
  • Passa að muna að vinna alltaf eftir gránfánanum, sækjum um endurnýjun næsta vor. Það virðist ganga betur núna með flokkun eins og t.d. á kaffistofunni.
  • Buið að bæta við döllum fyrir fyrir raftæki og rauða krossinn hjá eldhúsinu.
  • Rætt um að setja maíspoka hjá bleyjum. Sigrún vinnur hjá islenska gámafélaginu og ætlar hún að athuga með maíspoka fyrir okkar.
  • Athuga hvort Kristrún hjá Dögum geti verið með okkur á umhverfisfundum.

Fundi slitið 10:30