Mat á skólastarfi

Í 18. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 er kveðið á um að hver leikskóli skuli meta með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs. Í 19.gr. laganna segir að sveitarfélögin eigi síðan að fylgja innra matinu eftir þannig að það leiði til umbóta í skólastarfi. Tilgangur með mati er að afla vitneskju um árangur skólastarfsins og hvernig einstaklingnum og hópum gengur að ná settum markmiðum. Skólar skulu síðan gera grein fyrir viðmiðum námsmats í skólanámskrá þannig að nemendum, foreldrum og öllum starfsmönnum skóla sé ljóst hvaða kröfur eru gerðar og hvernig skólinn hyggst meta hvernig þær eru uppfylltar. Þannig aukum við gæði skólastarfsins og stuðlum að umbótum, tryggjum réttindi barna og þau fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum.

Mat á leikskólastarfi er með ýmsum hætti og skiptist í innra og ytra mat. Þar sem skólastarf er umfangsmikið þá hefur leikskólinn gert matsáætlun (sjá starfsáætlun leikskólans) til fimm ára.

Innra matinu er ætlað að veita aðilum skólasamfélagsins og fræðsluyfirvöldum upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun. Innra mat fer fram daglega þar sem starfsfólk er sífellt að velta fyrir sér leiðum og aðferðum sem gagnast best í skólastarfinu. Deildarstjórafundir, deildarfundir og skipulagsdagar eru vettvangur starfsmanna til að gera mat og áætlanir.

Ytra mat er unnið á vegum sveitarfélagsins, mennta- og menningarmálaráðuneytinu eða annarra aðila. Í Árborg er miða við að spurningalistar séu sendir til foreldra annað hvert ár þar sem þeir eru beðnir um að leggja mat á starfið. Þegar ytra mat er gert af  mennta- og menningarmálaráðuneytinu þá byggir það á fjölbreyttum gögnum. Þar má meðal annars nefna niðurstöður úr innra mati sem og öðrum skriflegum gögnum frá skólum, heimsóknum í skóla og viðtölum.

2019-2020