Um Álfheima

alfheimar

Sólvöllum 6 | 800 Selfoss
480 3242
alfheimar@arborg.is

Leikskólastjóri: Jóhanna Þórhallsdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri: Eva Hrönn Jónsdóttir

Leikskólinn Álfheimar var opnaður 13. desember 1988 og er 6 deilda. Leikskólinn stendur á horni Sólvalla og Reynivalla á svokölluðu Eikatúni.

 

Hugmyndafræði leikskólans

  • Boðskiptakenningu Gregory Bateson en hann notaði leik sem frumdæmi um boðskipti.
  • Leiknum sem uppeldisaðferð í anda Birgittu Knutsdotter Olafsson, þar sem lögð er áhersla á þýðingu og hlutverk fullorðna fólksins í leik barna.
  • Gagnvirkniskenningu Berit Bae þar sem lögð er áhersla á viðhorf, viðmót og framkomu starfsmanna til að skapa sem bestar forsendur fyrir þroska bæði barna og starfsmanna.

Í Álfheimum er lögð áhersla á samskipti og vellíðan í leik og starfi auk virðingar fyrir náttúrunni.

Leikskólinn Álfheimar er Grænfánaskóli og var fyrsta Grænfánanum flaggað í júní 2004.

Einkunnarorð leikskólans: Virðing - Hlýja - Traust

Útivist er stór þáttur í starfi leikskólans en öll börn leikskólans fara i skógarferð einu sinni í viku.
Auk þess er lögð áhersla á fjölbreytt útinám innan og utan leikskólalóðar.