Dagana 20. – 24. febrúar nk. verða Góðverkadagar haldnir um land allt undir yfirskriftinni „Góðverk dagsins“
Góðverkadagarnir eru ný útfærsla á nær aldagamalli hefð og loforði skáta um að gera að minnsta kosti eitt góðverk á dag.
Verkefnið miðast við að árlega verði haldnir sérstakir Góðverkadagar seinnipart febrúarmánaðar með virkri þátttöku allra landsmanna.
- Markmiðið með verkefninu „Góðverk dagsins“ er að hvetja landsmenn til athafna og umhugsunar um að láta gott af sér leiða, sýna náungakærleik, vináttu, hjálpa öðrum og gera góðverk.
Við í Álfheimum viljum láta gott af okkur leiða og höfum ákveðið í samráði við Árnesingadeild Rauða krossins að dagana 21. og 22.febrúar verður söfnun í Álfheimum til styrktar börnum í Hvíta – Rússlandi og Malaví.
Hugmyndin er að börn og starfsfólk komi með eina flík eða leikfang sem hentar börnum á aldrinum 2ja til 12 ára í Hvíta – Rússlandi og/eða rúmföt sem sjálfboðaliðar Rauða krossins sauma bleyjur úr fyrir kornabörn í Malaví.
Á öskudaginn er svo fyrirhugað að afhenda Rauða krossinum á Selfossi þessar gjafir kl;13,00
“Umbunin getur falist í þakkarorðum eða einlægu brosi þess sem þiggur, en ríkulegasta umbunin er þó oftast eigin vellíðan yfir að hafa unnið góðverk”