Dagur leikskólans 2018

Við bjóðum góðan dag – alla daga

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur hér í Álfheimum þriðjudaginn 6. febrúar 2018. Þetta er í 11. skipti sem haldið er upp á dag leikskólans en 6. febrúar árið 1950 stofnuð frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök.

Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra.

Sú hefð hefur skapast hér í Álfheimum þennan dag að starfsfólk flytur leikrit fyrir börnin og í ár verður engin breyting þar á. Sameiginleg söngstund verður í sal klukkan 9:00 þar sem sýnt verður leikritið um Búkollu.

Í tilefni dagsins ætlum við að hafa opið hús hjá okkur frá 7:45-16:30 þar sem gestum og gangandi býðst að taka þátt í leik og starfi eins og til dæmis að lesa, hlusta, leika, fara í skógarferðir, leika, fara í hvíld, borða hádegismat, leika, þvo sér um hendur og svo mætti lengi telja.

Vonumst til að sjá sem flesta

Kær kveðja, börn og starfsfólk í leikskólanum Álfheimum