Álfheimar 30 ára

 

13. desember 2018 verður leikskólinn Álfheimar 30 ára. Í tilefni af afmælinu höfum við sett saman dagskrá sem má sjá hér fyrir neðan. Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að kíkja í heimsókn og njóta tímamótanna með okkur.

Þriðjudagurinn 11. desember

7:45 – 16:30 – Opið hús. Núverandi og fyrrverandi foreldrum, systkinum, öfum, ömmum, starfsmönnum og öðrum velunnurum boðið í heimsókn að fylgjast með og taka þátt í leik og starfi.

10:00-11:00 – Hringekja. Stöðvavinna um allt hús, bakstur, einingakubbar, myndlist, frjáls leikur og margt fleira.

Miðvikudagurinn 12. desember

10:15 – Opin skógarferð. Allir í Álfheimum ætla að fara í skógarferð, yngstu tveir árgangarnir fara á Engið. Lagt af stað um klukkan 10:15. Allir velkomnir með.

Fimmtudagurinn 13. desember – afmælisdagur Álfheima

9:00 – Söngstund í sal. Afmælissöngur og fjör

10:30 – Jólaglugginn opnaður. Skrúðganga eftir Reynivöllunum.

14:15 – Hátíðarsamkoma í sal Vallaskóla. Álfheimabörnin flytja leikritið Pétur og úlfurinn. Gestum boðið í kaffi í Álfheimum að sýningu lokinni.

Föstudagurinn 14. desember

Náttfatadagur, notalegheiti og pizza í matinn