Bóndadagskaffi

Bóndadagur í Álfheimum 19.janúar 2018

Í tilefni að bóndadegi, fyrsta degi í Þorra verður opið hús í Álfheimum frá kl.8:00—10:00 fyrir alla stráka á öllum aldri sem tengjast nemendum leikskólans (pabba, afa, bræður, o.s.frv.).

Á boðstólum verður heitur hafragrautur, slátur, lýsi og kaffi.

Mælst er til þess að bæði menn og konur beri hálstau þennan dag til dæmis bindi, klúta og slaufur.