Dagur leikskólans í Álfheimum

Ár hvert er dagur leikskólans haldinn hátíðlegur 6. febrúar. Í Álfheimum hefur skapast sú hefð að starfsfólk og börn flytja leikritið Búkollu. Í ár voru það kennarar og börn á Völusteini sem voru leikarar og Lísbet var sögumaður.

Eftir leikritið gaf Lísbet leikskólanum nokkrar bækur, annars vegar fjórar MiMi bækur en þær fjalla um MiMi og daglegt líf hans. MiMi notar tákn með tali (TMT) sem er tjáskiptaaðferð sem upphaflega var þróuð fyrir börn með mál- og þroskaröskun en nýtist öllum börnum í málörvun. Einnig gaf Lísbet skólanum bókina Samskiptaboðorðin eftir Aðalbjörgu Stefaníu Helgadóttur. Við þökkum Lísbet kærlega fyrir góða bókagjöf.