Foreldrafélag Álfheima veturinn 2017-2018

Á Aðalfund Foreldrafélagsins mættu 2 ásamt stjórn og leikskólastjóra. Gaman væri að sjá betri mætingu næsta vetur.

Ása las yfirlit um árið. Í stjórn voru: Ása, Birgir, Elmar, Emilía, Gunna Stella, Jóhanna, Kristrún og Salome.

Veturinn gekk vel og okkur fannst gott að hafa svona marga í stjórn þar sem alltaf er eitthvað um forföll. Það er líka minni vinna þegar hún dreifist á marga.

Við skipulögðum og sáum um piparkökumálun og föndur í desember, einnig páskaeggjaleit rétt fyrir páska og svo munum við sjá um Vorhátíð leikskólans ásamt starfsfólki leikskólans, sem verður í byrjun júní.

Við pöntuðum leikrit sem var sýnt nemendum og starfsfólki leikskólans í mars. Fyrir valinu varð Pétur og úlfurinn sem er brúðuleikhússýning. Við ákváðum leikritið í samráði við starfsfólk leikskólans, almenn ánægja var með það.

Við erum búin að panta gjöf fyrir útskriftarnemendur sem afhend verður 31. maí þegar þau útskrifast. Það eru merkt handklæði eins og síðasta ár.

Auk þess munum við afhenda leikskólanum gjafir fyrir sumarfrí. Síðast gáfum við smásjá og spil og núna munum við gefa 50 buff merkt Álfheimum. Þau myndu einkum nýtast elstu deild leikskólans þegar farið er á viðburði á Selfossi ásamt grunnskólanemendum, s.s. þegar kveikt á jólatrénu og fleira. Þetta var hugmynd frá stjórnendum og starfsfólki leikskólans.

Emilía ræddi helstu tölur hvað varðaði kostnað og inneign félagsins. Jóhanna leikskólastjóri kom inn á foreldraráð, að á hinum leikskólunum væri bæði stjórn og foreldraráð (2-3) en þeir mættu líka vera í stjórn.

Ása og Jóhanna gefa ekki kost á sér áfram þar sem þeirra börn útskrifast í vetur. Birgir og Elmar gefa ekki kost á sér næsta vetur. Kristrún vill síður vera en gerir það ef ekki fæst nægilegt fólk. Emilía, Gunnhildur og Salome verða áfram næsta vetur í stjórn. Því þarf að finna helst 3 í stjórn og 2-3 af þeim þurfa að vera í leikskólaráði. Það er eitthvað sem ekki hefur verið starfrækt í Álfheimum en á að vera.

 

Takk fyrir