Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að fimmtudaginn 16. júní 2022 fékk leikskólinn Álfheimar sinn 10. Grænfána. Leikskólinn fékk sinn fyrsta Grænfána árið 2004 og hefur sótt um og fengið endurnýjun á Grænfánanum eftir hvert tveggja ára tímabili síðan þá.
Ósk Kristinsdóttir sérfræðingur hjá Skólum á grænni grein(Landvernd/Grænfáninn) afhenti elstu börnum leikskólans Grænfánann úti í garði og farið var í Grænfánaleikfimi. Að því loknu var farið í skrúðgöngu með fánann í broddi fylkingar eftir Reynivöllunum að leikskólanum og Umhverfissáttmálann okkar sunginn.
Á heimasíðunni undir: Grænfáninn má nálgast frekari upplýsingar um Grænfánaverkefnið undanfarin 2 ár.