Þema dagsins er “ allt er vænt sem vel er grænt“
Starfsfólk og börn komi grænklædd í leikskólann þriðjudaginn 18.september 2012.
Álfheimar – skóli á grænni grein
Dagur íslenskrar nátturu – grænn dagur í Álfheimum
2012
Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur í annað sinn 18. september 2012. Daginn ber upp á fæðingardag Ómars Ragnarssonar 16 september, en hann hefur um áratuga skeið verið óþreytandi við að opna augu almennings fyrir þeim auðæfum sem felast í náttúru landsins og mikilvægi þess að vernda hana og varðveita. Dagurinn er einnig tileinkaður öllum þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til að fræða um íslenska nátttúru og er markmið hans að beina sjónum landsmanna að hinni einstöku náttúru landsins.
Umhverfisráð Leikskólans Álfheima ákvað að í þetta sinn yrði dagur umhverfisins tileinkaður Grýlupottunum við Gesthús. Grýlupottarnir eru friðaðir en þrátt fyrir það er mikill ágangur á þeim og ætlum við að fara í skrúðgöngu og setja niður skilti með upplýsingum um myndun þeirra. Einnig er ætlunin að börnin útbúi spjöld með góðum umhverfisslagorðum til að hafa með í göngunni.
Eftir skrúðgönguna hittast allir úti og ætlum við að borða pizzur og sjóða nýuppteknar kartöflur úr garðinum okkar og/eða baka klatta á útipönnunni,.