Grenndargarðurinn

Í vikunni fóru börn af Óskasteini og Völusteini í Grenndargarðinn okkar við Sunnulæk. Þar tíndu þau rifsber til sultugerðar og kíktu undir kartöflugrösin. Sniglarnir og geitungarnir vöktu einnig athygli barnanna sem notuðu stækkunarglerin til að rannsaka hvort tveggja betur.