Sólarvörn í sumar

 

Við bendum á að nú er sumarið alveg að koma og sól skín í heiði. Það er MJÖG mikilvægt að bera sólarvörn á öll börn til að varna því að þau brenni í sólinni. Gott er að bera sólavörnina á handleggi, háls og andlit áður en komið er með börnin í leikskólann.  Ef þið viljið að við berum sólarvörn á barnið eftir hádegi þarf að koma með sólarvörn að heiman og hafa í hólfi barnsins.

 

Mikilvægt er að nota sólarvörn með sólarvarnastuðli yfir 20 SPF.

 

Nýlegar rannsóknir sýna að börn sem sólbrenna eru líklegri til að fá húðkrabbamein síðar á lífsleiðinni. Sólbruni er bæði sársaukafullur og hættulegur börnum. Íslendingum hættir til að vanmeta styrk sólarinnar og gera því lítið til þess að verja húðina. Gleymið ekki að hægt er að sólbrenna þó skýjað sé í veðri.