Í ljósi athugasemda frá fulltrúum foreldra var samþykkt samhljóða á fundi fræðslunefndar fimmtudaginn 15. janúar sl. að gera breytingar frá síðasta sumri þannig að það tímabil sem allir leikskólar loka á sama tíma verði stytt og var fræðslustjóra falið að ganga frá skipulaginu í samráði við leikskólastjóra og kynna sem fyrst. Á fundi með leikskólastjórum þriðjudaginn 15. janúar var svo gengið endanlega frá skipulaginu.
Hulduheimar og Árbær verða með sumarlokun frá 18. júní til og með 19. júlí. Álfheimar, Brimver/Æskukot og Jötunheimar verða með sumarlokun frá 4. júlí til og með 7. ágúst. Þá var samþykkt að hafa sameiginlega skipulagsdaga 8. og 9. ágúst.