Umhverfisnefndarfundur
27. október 2020 kl. 10:00
Mættir: Jóhanna, Soffía, Brigitte, Heiða, Herdís, Bryndís Brá og Petra
Völusteinn skilar heimajarðgerðamöppu til Óskasteins. Komnar leiðbeiningar á möppuna. Fram að næsta fundir fara matarafgangar úr Svanga manga á Óskasteini í heimajarðgerðartunnuna, þeirri sem bandið er utanum.
Afgerandi kostning á þema var Lýðheilsa. Rætt um hvernig umræða um þemavinnuna var á starfsmannafundinum í síðustu viku. Völu- og Óskasteinn ætla að útfæra sín verkefni innan lýðheilsu. Hvað er það sem við viljum græða á vinnu tengdri lýðheilsu. Völu- og óskasteinn gerðu plagöt sem hægt er að skoða á kaffistofunni í starfsmannaálmunni. Mánasteinn ætlar að leggja áherslu á matarræði, tannheilsu, vatnsdrykkju og holt matarræði. Rætt um að gott væri að hafa meira úrval af grænmeti t.d. fleira en eitt í boði í einu.
Petra ætla að skoða hvernig staðan er með vatnsslöngu útí garði.
Muna að læsa báðum hurðum á dótaskúrnum , læsa bæði uppi og niðri.
Búið að færa eina moltutunni inná útikennslusvæðið. Umræða hvort það sé hægt að stækka útikennslusvæði.
Það hafa safnast laufblöð í hrúgu fyrir framan starfsmanna innganginn endilega fara með börnum og setja í kartöflupoka. Svo má geyma pokana í dótaskúrnum og nota laufblöðin í moltugerðina.
Mikilvægt að við hugum að orðræðunni í leikskólanum, hvernig við tölum um starfið okkar. Eitthvað hefur borið á því að starfsfólk pirrist yfir lyktinni þegar við erum með útieldun. Útieldun er hluti að okkar starfi og því fylgir ákveðin lykt, en svona er þetta í Álfheimum J
Næsti fundur er 24. nóvember 2020
Fundi slitið 10:45
Jóhanna Þórhallsdóttir