Útskrift

Fimmtudaginn 31. maí útskrifuðust 22 börn úr leikskólanum Álfheimum.

Athöfnin fór fram í Austurrými Vallaskóla og hófst á því að Emma Karen fyrrverandi nemandi Álfheima spilaði fyrir okkur á Víólu.

Við útskrift afhentu Jóhanna og Guðný börnunum útskriftarskjal og birkiplöntu. Birkið er gjöf frá Skógræktarfélagi Árnesinga og auk þess gaf foreldrafélag leikskólans öllum börnunum handklæði með nafni barns og merki leikskólans.

Útskrifarbörnin fluttu að lokum nokkur lög sem þau hafa verið að æfa í vetur og eftir myndatökur var boðið upp á kaffi og kökur á Völusteini.

Við óskum útskriftarbörnunum til hamingju með áfangann um leið og við þökkum þeim og fjölskyldum þeirra fyrir samfylgdina undanfarin ár.