Undanfarnar vikur hafa börn og starfsfólk á Álfasteini verið að vinna með Krummaþema.
Þau hafa unnið út frá “könnunaraðferðinni” í hópastarfinu með börnunum einu sinni í viku.
Könnunaraðferðin felur í sér að börnin útbúa þekkingarvef með aðstoð kennara síns og fræðst og upplifað ýmislegt um Krumma. Ásamt því að syngja Krummalög í söngstunum og skapa listaverk tengd Krumma í skapandi starfi.
Af því tilefni er foreldrum á Álfasteini boðið í foreldrakaffi og Krummasýningu á Álfasteini fimmtudaginn 22. mars klukkan 15:00-16:00.