Þessa daga höfum við ákveðið að gera að bíllausum dögum í Álfheimum og er það einn þáttur í vistvænum lífsstíl sem fylgir því að flagga grænum fána.
Til þess er mælst að þeir sem geta komi gangandi og/eða hjólandi í leikskólann.
Tilgangur með bíllausum degi |
Það sem til þarf: |
1. draga úr mengun 2. meiri hreyfing 3. peninga – og bensínsparnaður 4. betri heilsa |
1. svolítið meiri tíma 2. taka fram hjólin/kerrurnar 3. vistvæna hugsun 4. góða skó og hjálm |
Góða skemmtun og gangi okkur öllum vel.