Við bjóðum góðan dag – alla daga
Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur hér í Álfheimum miðvikudaginn 6. febrúar 2019. Þetta er í 12. skipti sem haldið er upp á dag leikskólans en 6. febrúar árið 1950 stofnuð frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök.
Í tilefni dagsins ætlum við að hafa hringekju, þar sem ýmsar stöðvar verða í húsinu og börnin geta farið á milli. Hringekjan verður milli 10:00 og 11:00 og á þeim tíma verður einnig opið hús hjá okkur þar sem við bjóðum gestum og gangandi að kíkja í heimsókn til okkar.
Þær stöðvar sem í boði verða eru; leir, dúkkukrókur, myndlist, könnunarleikur, tilraunir, tónlist og kubbar af ýmsum stærðum og gerðum. Í hringekjunni fá börnin tækifæri til að fara um allt húsið og hitta og leika með börnum af öðrum deildum.
Kær kveðja, börn og starfsfólk í leikskólanum Álfheimum