Dagur leikskólans

Dagur leikskólans 6. febrúar 2019


Í ár ákváðum við í Álfheimum að halda upp á daginn með hringekju milli 10:00 og 11:00. Á sama tíma var opið hús og þökkum við þeim sem kíktu í heimsókn kærlega fyrir komuna.

Við settum upp nokkrar stöðvar um húsið og börn og starfsfólk fóru á milli stöðva og deilda.

Í salnum var einingakubbastöð, á Álfasteini voru stöðvar með Duplo kubbum og dúkkukrók. Á Dvergasteini voru stöðvar með könnunarleik og snjósulli. Á Óskasteini voru stöðvar með ýmiskonar kubbum og myndlist og á Völusteini var leikið með leir.

Meðfylgjandi myndir voru flestar teknar af börnum á Óska- og Völusteini