Dagur leikskólans – opið hús í leikskólum 4.febrúar 10,00-15,00

Dagur leikskólans er 6 febrúar ár hvert. Þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Frá þeim tíma hefur átt sér stað markviss umræða um gildi leikskólans í íslensku samfélagi.

Dagur leikskólans – “opið hús” í leikskólum Árborgar 4.febrúar 2011.


 


Dagur leikskólans er 6 febrúar ár hvert. Þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Frá þeim tíma hefur átt sér stað markviss umræða um gildi leikskólans í íslensku samfélagi.


 


Markmið með degi leikskólans:  • Að gera þegna þjóðfélagsins betur meðvituð um þýðingu leikskóla fyrir börn

  • Að skapa jákvæða ímynd um leikskólakennslu og auka áhuga fólks á starfinu.

  • Að beina athygli þjóðarinnar að stöðu leikskólans, gildi hans fyrir menningu og þjóðarauð

 


 


Dagur leikskólans verður að þessu sinni  haldinn hátíðlegur  föstudaginn 4.febrúar þar sem 6.febrúar ber upp á sunnudag.


 


Í Sveitarfélaginu Árborg verða leikskólarnir með “opið hús” frá 10,00-15,00. Leikskólarnir kynna starfsemi sína hver með sínum hætti.Þess má geta að nemendur úr leikskólanum Hulduheimum leggja af stað í vettvangsferð kl:10.00 og á útileiksvæðinu við leikskólann Álfheima verður boðið upp á heitt kakó frá kl:10,00 – 11,30. Bæjarbúar eru eindregið hvattir til að líta við og kynna sér leikskólakennslu í Sveitarfélaginu Árborg.


Leikskólarnir eru eftirfarandi;


Leikskólinn Álfheimar/skóli á grænni grein Sólvöllum 6 Selfossi


Heilsuleikskólinn Árbær Fossvegi 1 Selfossi


Heilsuleikskólinn Brimver Túngötu 39 Eyrarbakka


Leikskólinn Hulduheimar Erlurima 1 Selfossi


Leikskólinn Jötunheimar Norðurhólum 3 Selfossi


Heilsuleikskólinn Æskukot Blómsturvöllum 5 Stokkseyri


 


Með góðri kveðju, leikskólastjórar leikskólanna.