Foreldraráð


Fundagerð frá fundi í foreldraráði 6. mars 2020

Mættir: Jóhanna, Gunna Stella og Salóme.

 • Rætt um skóladagata 2020-2021 . Foreldraráð samþykkir dagatalið.
 • Jóhanna sagði frá að það væri búnir að vera erfiðleikar í eldhúsi Álfheima, matráður kominn í veikindaleyfi. Gengur illa að ráða matráð í afleysingar.
 • Jóhanna fór yfir hvernig staðan er í Álfheimum vegna yfirvofandi verkfalls. 14 starfmenn fara í verkfall. Tvær deildir verða lokaðar og misjafn hvað þarf að senda mörg börn eftir deildur. Ekki verður hægt að elda mat.
 • Rætt um að lítið sé að gerast hjá foreldrafélaginu, foreldraráð hefur áhyggjur af því.

Fundi slitið 9:00

____________________________________________________________________________________________

Fundagerð frá fundi í foreldraráði  27. nóvember 2019

Mættir: Jóhanna, Gunna Stella, Salóme og Erna Karen.

 • Rætt um starfsskýrsluna. Foreldraráð samþykkir skýrsluna
 • Rætt um hvernig haustið hefur gengið. Mikið að nýju starfsfólki, fínu fólki, en það vantar fagfólk. Búið að opna tvær nýjar deildir Mánastein og Huldustein. Búið að ráða allt starfsfólk sem þarf að ráða
 • Búið að láta foreldra fá miða sem þeir velja hvort börnin þeirra fara vettvangsferð í Kirkjuna eða á bókasafnið 28 nóvember.
 • Foreldraráð óskar eftir að ef það komi upp njálgur eða lús að foreldrar fái að vita á hvað deild lús eða njálgur kemur upp.

Fundi slitið 9:00

_____________________________________________________________________________________________

Fundagerð frá fundi í foreldraráði

13. febrúar 2019

Mættir: Jóhanna, Bryndís og Erna Karen.

 • Jóhanna sagði frá að það væri verið að vinna í dagatalinu og foreldraráð þarf að fara yfir það og samþykkja.
 • Jóhanna sýndi það sem er verið að gera í sambandi við garðinn.
 • Erna Karen og Bryndís fór á fund með Gísla Halldóri bæjarstjóra og Þorsteini fræðslustjóra. Þær ræddu að illa hafi verið staðið að upplýsingjöf vegna þeirrar ákvörðunar að hætt væri við fyrirhugaða framkæmd við stækkun Álfheima. Enn hefur sú ákvörðun ekki verið kynnt formlega. Ástæða þess að hætt  var við var að tvö tilboð bárust í verkið sem voru langt umfram kostnaðaráætlun. Ákveðið hefur verið að byggja við í norður og bæta við starfsmannaaðstöðu og gera endurbætur á eldhúsi. 60 miljónir voru settar á fjárhagsáætlun 2019 vegna þeirra framkvæmda. Farið var yfir á fundinum að nauðsynlegt sé að fá fundarherbergi og aðsöðu fyrir sérkennslustjóra. Erna Karen og Bryndís ræddu um aðstöðuna í Álfheimum, bæði fyrir starfsfólk og börn. Völusteinn er útistofa sem var byggð til bráðabyrgða til 18 mánaða árið 2006. Hljóvist er slæm á Völusteini, gólfkalt, lagnir utaná veggjum og síðasta vetur fraus þar í lögnum. Einnig var rætt að salernisaðstaða væri óviðunandi á Óskaskeini og bæta þarf skiptiaðstöðu á yngri deildum.

Fundi slitið 9:00

_________________________________________________________________________________________

Fundagerð frá fundi í foreldraráði

14. nóvember 2018

Mættir: Jóhanna, Bryndís, Erna Karen og Arna.

 • Rætt um kirkjuferð fyrir jólinn í Selfosskirkju. Höfum fengið boð að koma í kirkjuna. Samþykkt að þiggja boðið og hafa bókasafnsferð í boði á sama tíma.
 • Fundir verða á miðvikudögum kl. 8:00 annan hvern mánuð, en oftar ef þarf.
 • Jóhanna sagði frá að ekki verði byggt við Álfheima eins og hafði verið ákveðið.