Fréttir úr leikskólanum

Nú eru liðnar rúmar 5 vikur frá því leikskólinn opnaði eftir gott sumarfrí. Á Dvergasteini hafa verið aðlagaðir 16 nýnemar, á Álfasteini 2 og á Óskasteini 1. Aðlöguninni lýkur í október en þá eru væntanlegir síðustu nýnemarnir.

Starfsmannahópurinn er líka að aðlagast því alltaf verður einhver uppstokkun í honum. Sylwia Konieczna er nýr matráður í Álfheimum og Eygló Hansdóttir kom til starfa eftir fæðingarorlof 15.ágúst. Við bjóðum þær velkomnar til starfa.  Halla Ómarsdóttir hætti störfum 22.ágúst og mun stunda nám í F.Su. Guðný Birgisdóttir er væntanleg til starfa í byrjun október eftir fæðingarorlof og Magdalena Fojut í byrjun nóvember.

Einhver uppstokkun verður á milli deilda þegar þær koma til starfa og verður það tilkynnt síðar.

Hlakka til spennandi leikskólaárs með góðu fólki.

Ingibjörg Stefánsdóttir leikskólastjóri.