Fundagerð frá fundi í foreldraráði 27. nóvember 2019

Mættir: Jóhanna, Gunna Stella, Salóme og Erna Karen.

  • Rætt um starfsskýrsluna. Foreldraráð samþykkir skýrsluna
  • Rætt um hvernig haustið hefur gengið. Mikið að nýju starfsfólki, fínu fólki, en það vantar fagfólk. Búið að opna tvær nýjar deildir Mánastein og Huldustein. Búið að ráða allt starfsfólk sem þarf að ráða
  • Búið að láta foreldra fá miða sem þeir velja hvort börnin þeirra fara vettvangsferð í Kirkjuna eða á bókasafnið 28 nóvember.
  • Foreldraráð óskar eftir að ef það komi upp njálgur eða lús að foreldrar fái að vita á hvað deild lús eða njálgur kemur upp.

Fundi slitið 9:00