Umhverfisnefndarfundur

Dagskrá 12. nóvember  2019 kl. 10:45

Mættir: Jóhanna, Bryndís Brá, Arna, Soffía, Hulda, Kristín Hanna.

  • Aron Elí og Heiðar Alexander komu á fundinn. Ánamaðkar eru á Völusteini sem borða börk, kaffikorg og hýði, nammið þeirra er eggjaskurn. Þeir fæða líka börn í eggja skurninni. Allir passa sig hvað þeir borða mikið, fyrst fær maður sé eina ausu svo við hendum ekki mat. Það er slæmt fyrir jörðina ef við hendum mat. Á Völusteini eru ekki notaðir plastpoka, mamma og pabbi þurfa að koma með aðra poka til að setja blautu fötin í.
  • Setja inná deildir upplýsingar um hvernig á að flokka. Soffía hefur gert leiðbeiningar hvernig við flokkum. Laga þarf heimajarðgerðarmöppuna, Soffía er að gera það. Muna að það á að skola og flokka fernur og smjördalla inná deildum. Setja smá vatn í fötuna þar sem hnífapörin eru og þá má setja mjólk og vatn líka bara ekki neina matarafganga. Matarafgangar af diskum starfsfólks og barna fara í svanga manga inná deild og svo í brúnu tunnuna úti. Jarðgerðarfata (farandbikar) kemur til með að fylgja heimajarðerðartunnunum og því heimajarðgerðamöppunni.
  • Biðja foreldra að koma með fljölnota poka fyrir t.d. blaut föt.
  • Enn stendur til boða að fá ána inná deildir, hvernir vilja fá ána.

Fundi slitið 11:30