Gullin í grenndinni – jólaskógarferðir

Jólaferðirnar voru með hefðbundnum hætti, nemendur í leikskólanum og 1.bekk Vallaskóla hituðu kakó yfir eldi í skóginum. Dansað var kringum jólatré, drukkið kakó og gætt sér á piparkökum. Nemendur úr 7. bekk Vallaskóla komu og lásu fyrir okkur Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum. 2. – 7. bekkur Vallaskóla fór í vasaljósaferð í skóginn og fékk kakó og piparkökur. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir úr ferðunum.

Jólaskógarferðir