Hænuungar

Á Völusteini hefur undanfarnar vikur verið útungunarvél og í henni nokkur egg. Í vikunni fór að draga til tíðinda þegar brestir fóru að sjást í eggjunum og fljótlega komu ungarnir úr eggjunum. Börnin á Óska- og Völusteini fylgdust spennt með eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.  Þegar svo ungarnir fóru að koma í ljós fengu börn af öðrum deildum að kíkja í heimsókn og sjá ungana. En lífið er ekki bara gleði og því miður komu ekki ungar úr öllum eggjunum og í dag héldu börnin á Völusteini jarðaför fyrir þá unga/egg sem ekki urðu að lífi.