Útskrift 2021

Mánudaginn 14. júní voru við hátíðlega athöfn 39 börn útskrifuð úr Álfheimum. Líkt og í fyrra var athöfnin haldin úti.  

Athöfnin hófst á glæsilegum söng útskriftarbarnanna þar sem þau sungu: Álfheimabraginn, Umhverfissáttmála Álfheima, Sá ég spóa (í keðjusöng) og Lagið um það sem er bannað.  

Við útskriftina fengu börnin afhent útskriftarskírteini auk birkiplöntu sem er gjöf frá Skógræktarfélagi Árnessýslu. Þá gaf foreldrafélag Álfheima börnunum merkt handklæði.  

Að athöfn lokinni var boðið upp á íspinna og kaffi sem allir nutu úti í veðurblíðunni.  

Starfsfólk Álfheima þakkar útskriftarbörnum og fjölskyldum þeirra fyrir gott samstarf og ánægjulega samveru undanfarin misseri.