Hjóladagur

Hjóladagur í Álfheimum   

miðvikudaginn 8. maí 2019

Starfsfólk leikskólans tekur þátt í átakinu „hjólað í vinnuna” sem Íþróttasamband Íslands stendur fyrir dagana 8. – 28. maí 2019. Þessir dagar eru einnig bíllausir dagar.

Í tilefni þess verða hjóladagar  í Álfheimum 8. og 28. maí.

Þá mega börnin koma með hjólin sín í leikskólann og hjólað verður á bílaplaninu fyrir framan leikskólann. Einnig hægt að koma með sparkbíla eða hlaupahjól.

Minnum á hjólahjálma.