Jólaglugginn opnaður í Álfheimum þann 13. desember

13. desember kl. 10,30 opna nemendur Álfheima jólaglugga sem er liður í “Jól í Árborg” þar sem fyrirtæki og stofnanir í Árborg telja dagana til jóla með því að opna einn jólaglugga á dag frá 1. desember.

Jólagluggi Álfheima verður staðsettur á hliðinu á leikvellinum sem er á horni Reynivalla og Engjavegs