Moltugerð með ánamöðkum

Í síðustu viku fóru

Anna Gína og Jóhanna á Hvolsvöll þar sem þær sóttu námskeið í moltugerð með ánamöðkum. Þær gerðu “heimili” fyrir ormana sem eru haugánar og eru notaðir til að brjóta niður lífrænar leifar. Ormarnir eiga heima á Völusteini og verða vonandi góð viðbót við umhverfismenntina hjá okkur og við vonumst til að þeir komi til með að breyta ávaxta og grænmetishýðinu okkar í mold. Ormarnir heita Eisenia fetida eða Red Wigglers og líður best í hita frá 15°-25°.

Hér má sjá nokkrar myndir frá því þegar ormarnir voru sóttir.