Fimmtudaginn 13. janúar verður árlegur rafmagnslaus dagur fyrir hádegi hjá okkur í Álfheimum. Dagurinn er hluti af Grænfánaverkefninu okkar og á þessum degi nýtum við tækifærið og vekjum hvort annað til umhugsunar um hvað við notum rafmagn í og hvort og hvernig við getum sparað það.
Þennan dag er gaman ef börnin koma með vasaljós í leikskólann – mikilvægt að þau séu vel merkt.