Rafmagnslaus dagur 13.janúar 2001

Rafmagnslaus dagur verður í leikskólanum Álfheimum fimmtudaginn 13.janúar frá kl;7,45-13,00.

Boðið verður upp á heitt kakó og brauð við eldstæðið úti í garði frá kl:8,30. Einnig verður tendrað bál og jólin kvödd sem við frestuðum vegna nístingskulda þann 6.janúar.


Engin ljós verða kveikt og rafmagnstækin hvíla sig þennan tíma.


Tilgangurinn er að gera okkur öll meðvitaðri um mikilvægi rafmagns og spara orku.


Gaman væri ef börnin hefðu með sér vasaljós og gott er að merkja þau vel.