Tiltektardagur í Álfheimum

Árlegur tiltektardagur var haldinn í Álfheimum í dag, föstudaginn 7. maí 2021.

Stórir sem smáir tóku höndum saman og gerðu fínt í garðinum okkar eftir veturinn. Það þurfti meðal annars að sópa stéttar, hreinsa upp úr sandrennum, taka til í ruslageymslum og taka saman brotnar greinar. Einn hópur fór og týndi rusl hringinn í kringum leikskólalóðina.

Margar hendur vinna létt verk 🙂