Umhverfisnefndarfundur

13. janúar 2020 kl. 09:10

Mættir: Jóhanna, Bryndís Brá, Bjarkey, Hulda, Kristín Hanna, Sigrún, Margaríta og Andrea.

Starfmaður hjá íslenska gámafélaginu ætla að koma til okkar vegna maípoka.
Leiðbeiningartexti fyrir moltugerð. Soffía og Margaríta ætla að gera leiðbeiningar sem fara í heimajarðgerðarmöppuna.
Moltutunnur og þurrefni. Það verða upplýsingar um þetta í leiðbeiningunum. Mikilvægt að muna að setja vel að þurrefnum. Hulda ætlar að koma með timburkurl til ykkar.
Pappírsátaksvika verður fyrstu vikuna í febrúar. Hvernig getum við nýtt allan pappír mjög vel, t.d. pappakassa.
Á heimasíður hjá grænfánanum er hægt að finna mikið af hugmundum að ýmsum verkefnum
Muna að skila af sér verkefnum frá haustönninni.
Umræða um að fá hænur. Upp koma hugmynd að hafa það sem þróunarverkefni, sækja um styrk.
Fundi slitið 9:55

Jóhanna Þórhallsdóttir