Hagnýt ráð
Öll viljum við börnunum okkar það besta. Hluti af því er að gera þau að sjálfstæðum einstaklingum.
Börn læra best með því að fá að reyna sig í daglegu starfi og með því að leyfa þeim að reyna sig eflum við bæði sjálfsbjörg og sjálfsbjargarviðleitni hjá þeim. Hin fullorðni þarf aftur á móti að vera til taks og aðstoða þegar þörf er á.
Hér fyrir neðan hafa verið teknir saman nokkrir punktar sem vert er að hafa í huga.
Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
sérkennslustjóri
Að velja skó á börnin okkar getur verið snúið og margt að huga að, því þegar börn ganga í slæmum skóm getur það haft áhrif á þroska og mótun fótanna, og leitt seinna meir til þess að barnið fái fótaóeirðir og vandamál tengd þeim. Mikilvægt er að skoða vel gæði skónna og fylgjast vel með að stærðin passi. Börnin stækka hratt og geta tekið vaxtakippi. Því þarf að fylgjast vel með en gæta þess þó að kaupa ekki of stóra skó.
Rannsóknir hafa sýnt að á mestu mótunar árum barnanna geti góður skóbúnaður skipt gríðarlegu máli varðandi þroska og líðan seinna meir.
Hér eru nokkrir góðir punktar sem gott er að miða við, við val á skóm;
- Gæta þess að skórnir hamli ekki náttúrulegum hreyfngum barnanna
- Séu sveigjanlegir
- Léttir
- Náttúruleg efni sem að anda
- Sólinn skal vera mjúkur og fylgja hreyfingu barnanna.
- Kuldaskór með meira gripi í sólum.
- Gæta þess að þeir séu ekki of klossaðir og þungir.
- Gæta að stærð, ekki er gott fyrir börnin að vera í of stórum skóm, það hefur mikil áhrif á hreyfigetu þeirra. Þröngir og stífir skór geta einnig haft áhrif á vöxt og þroska fótsins.
- Gott að mæla fótinn áður en skór eru verslaðir frá hæl að lengsta punkti táa, gæta þess að barnið standi í fótinn þegar að hann er mældur.
- Góð regla að athuga stærð á skónum á 2- 4 mánaða fresti.
- Hafa 7mm rúmt ummál til að hreyfa sig í innan skósins.
- Gott að miða við að kaupa skó sem eru 1,5cm lengri en mæld skóstærð, til að gefa svigrúm og smá svæði til að stækka í.
- Gott að eiga fleiri en eitt par til skiptanna, ekki æskilegt að vera í blautum skóm.
Ef þið hafið einhverjar spurningar eða vangaveltur, endilega nálgist mig og ræðið málið, Guðrún Edda, iðjuþjálfi.
It’s especially important to make sure we are choosing the right shoes for preschoolers because their feet are still growing and their gait is still developing. Putting them in the wrong shoes can have some regrettable consequences and lead to problems in adulthood.
It’s recommended to check for growth about every 2 months to be safe.
Infants feet under 16 months of age, can grow more than half a foot size in two months. Between 16 and 24 months they grow an average of half a foot size every three months. Toddlers 2 to 3 years old grow half a foot size every four months, and children 3 and older usually between four and six.
Measure the feets.
Make sure both feet are measured. Most children, and adults, will have one foot that is longer or wider, so it’s vital to check both feet (if there’s a big difference between feet, aim to fit the larger size). Don’t buy over-large shoes, as they can lead to injuries.
- Your child should be standing while being measured.
- There should be a child’s thumb width between the end of the shoe and the end of the longest toe.
- The widest part of the foot should correspond with the widest part of the shoe.
- The fastening mechanism should hold the heel firmly in the back of the shoe.
- When your child is wearing the shoes, and their feet are fully extended (watch for toe crunching!), there should be a bit of room between the edge of the shoe toe and the edge of your child’s toes – about a half inch.
- When trying on shoes, have on the same type of socks the child will likely wear with the shoes. This way you’ll get the fit just right.
- If the shoe fits, buy it in that size. When buying toddler shoes, don’t be tempted to go a little larger to try to get a few extra months of wear out of it. Too-big shoes are hard to walk in and could even be unsafe. Shoes that are too big can cause a child to trip and develop foot problems while trying to walk in shoes that are too large.
- While shoes are another necessary expense, bear in mind that buying better quality shoes might actually save you money, as they won’t wear down so easily and need to be replaced during the school year.
Mind the material
- The first criteria, right off the bat, is the shoe material. The child’s age can definitely play a factor in this. Toddlers need shoes to be lightweight and flexible; more comfortable walkers can have shoes with grip. Preschoolers need shoes that are sturdy, but still flexible.
- The shoes should be flexible and fully attached. The sole needs to bend with the foot (so your preschooler’s feet can do their job) and overall, they should be comfortable.
- Look for a pattern or textured sole, as this will provide traction and help prevent your child from easily slipping on slick surfaces.
- Children’s feet perspire heavily, and the upper part of their shoes should be made of breathable materials. Leather, canvas, or newer mesh materials allow the feet to breathe. Also, make sure the insole is made of absorbent material.
Comfort before fashion
- While they may look cute, always avoid heels on children’s shoes. Not only is it difficult for kids to walk in heels, they are particularly bad for proper foot development. When it comes to children’s shoes, stick with flats and even soles.
- Shoes modeled after popular adult shoes (like Converse, Crocs, flip flops or cowboy boots) aren’t really designed with children or child’s play in mind. Avoid backless or slip-on shoes. Laces, Velcro, or other fasteners are best for keeping shoes secure. This way your child can focus on learning or becoming comfortable with walking instead of keeping the shoes on their feet.
- Buying too stiff or supportive of shoes won’t allow the toddler’s feet muscles to do their work. They should still be protective but flexible.
If you have any questions, you can always come to see me,
Guðrún Edda, occupational therapist.
Markmiðið með því að efla handarstyrk barna er byggja upp færni þeirra til að sinna fín- og grófhreyfingum er varðar færni við daglegar athafnir, bæði í leik og starfi.
Til þess að ná góðri færni við að skrifa, klippa, festa festingar á fötum eins og tölur, rennilása, smellur og franska rennilása þurfum við að byggja upp og viðhalda góðum styrk í fingrum og höndum.
Til eru fullt af aðferðum til að byggja upp handastyrk í gegnum leiki og daglegar athafnir, hér á eftir koma fram nokkrar hugmyndir.
Athafnir sem fela í sér að bera þyngd, ýta, draga og kreista henta vel til þess að efla handarstyrk.
Æfingar þar sem notast er við eigin þyngd:
- Að skríða – þrautabrautir, hindranir og leikir, t.d. leika hvernig dýr ganga.
- Apaspörk – Fá barnið til að halla sér fram, setja hendur á gólfið og sparka síðan fótum upp í loft einsog api.
- Hjólböruganga – Barnið setur hendur í gólf og annað barn/fullorðinn heldur fótunum uppi. Æfir sig að ganga þannig áfram á höndunum.
- Yoga æfingar fyrir börn – t.d. handstaða, „downward dog, borð staða (næstum einsog brú).
- Leika á öllum fjórum – spila, lita eða leika með leikföng á meðan verið er á fjórum fótum.
- Magatími – Fyrir ungabörn, fá þau til að liggja á maganum og leika.
Taka í sundur og setja saman, ýta og toga:
- Lego kubbar – Frábær leið til að æfa grip styrk. Byrja á duplo með yngri börnin og þróa upp í minna lego með þeim eldri, eða með aukinni færni og styrk.
- Franskur rennilás – góð leið til að styrkja hendur. Aðlaga bækur með því að setja franskan inní með því að sameina myndir og áferð. Leikir sem fela í sér að tengja saman liti, form, stafi eða tákn saman. Vera með platta eða töflu á vegg sem er með efni sem hægt er að festa hluti á með frönskum. Búa til púsl eða kubba til að stafla saman með frönskum (einnig hægt að nýta þá hluti á vegginn).
- Smelluperlur/kubbar – hentar vel til þess að styrkja stóru vöðvana, og minni perlur/kubbar til að þjálfa minni og nákvæmnisvinnu.
- Herra Kartöfluhaus – Góð byrjunaræfing þar sem hlutirnir eru nokkuð stórir
- Teygjur (gúmmí) – möguleiki til að teygja og toga á móti mótspyrnu um leið og þau skapa eitthvað. Hægt að nota gaddabolta, plötu með nöglum. Losa teygjur í bolta eða af stauk. Búa til myndir/stafi á plötuna. Hægt að gera armbönd, keðjur eða annað.
- Pinnar og svamp borð – Góð æfing fyrir þau yngri til að byrja með. Svampurinn veitir meiri mótstöðu og þarfnast meiri krafts til að ýta pinnunum niður, sem er kjörinn til styrkingar.
- Límband/teip – Að toga límbandið af rúllunni eða mismunandi yfirborðum (veggir, borð, og gólf).
- Seguldót – taka í sundur hluti sem festast saman á seglum er góð æfing til að styrkja stóru handavöðvana.
- Kökukefli – æfir grip, að ýta og rúlla. Góð aðferð til að styrkja litlar hendur og fingur. Prófa að rúlla því eftir miðsmunandi yfirborðum, t.d. á leir, bobbleplast, fá þau með í að baka eða í sandinum og moldinni úti.
- Æfingateygjur – að fá að leika sér með að toga þetta fram og til baka, frá rimlum, stólum eða milli tveggja barna. Bíður uppá skemmtun fyrir börnin.
- Sogskálar – Góð þjálfun fyrir handarstyrk að toga þá í sundur. Gefur frá sér skemmtilegt hljóð sem er hægt að hlægja af.
- Klifra – Að fá tækifæri til þess að klifra uppá allskyns hluti er frábær leið til þess að byggja upp handarstyrk. Klifra upp kaðla, stiga, rimla, tré, leikföng úti á lóð, nýta tækifærin úti í náttúrunni.
- Rífa pappír – Tekur einnig á samvinnu milli handa og sjónar. Leyfa börnunum að skemmta sér við að rífa niður pappír og blöð, sem síðan er hægt að föndra með.
- Elda með börnunum – leyfa börnunum að vera með í að gera matinn, að fá að hella, vigta, hræra, skera, klippa og moka upp. Allt frábær tækifæri til að efla handarstyrk.
Afþreying sem felur í sér að kreista:
- Að leika með leir – kreista, klípa, rúlla, toga og hnoða, allt gott til að virkja vöðvana í höndunum.
- Svampar – fá börnin með í að sinna heimilisverkum, kreista vatn úr svampi/tusku og nota til að þrífa með. (hreint hús og sterkar hendur ;))
- Spreyja úr brúsa, vatnsbyssum – Vatn veldur alltaf gleði í leik og að fá að fara út og sprauta vatni er kjörið tækifæri til að efla handarstyrk. Vökva blóm og gróður eða matjurtir.
- Klemmur- bíður uppá ótal möguleika til að leika með. Allskonar útgáfur af klemmum, bæði þvottklemmur og blaða. Mismunandi stífar og að lögun. Eflir vöðva í fingrum og höndum og samvinnu. Hægt að æfa ýmislegt með þær í gegnum leiki.
- Klippa – er góð æfing fyrir hendurnar, prófa að klippa með mismunandi mótstöðu eins og þykkari pappír, leir, plast og borða.
- Límbrúsar/málningabúsar – gera mynd með því að kreista málningu/lím beint úr brúsa. Hægt að gera bæði fríhendis eða eftir fyrirmynd.
- Krumpa saman pappír – hægt að tengja við skrifæfingar. Fá barnið til að skrifa/teikna á blað og krumpa það svo saman og henda í ruslið ( nota hana sem körfu og taka inn samhæfingu)
- Baðleikföng – Leyfa þeim að leika í vatni með leikföngum sem hægt er að kreista og sprauta þannig vatni.
- Mjólka belju – Hægt er að líkja eftir því að mjólka belju með hanska sem er fylltur af vatni og mjólka hann.
- Bubble plast – Börn elska að fá að sprengja loftbólurnar, hlusta á þær springa og finna fyrir þeim á milli fingranna. Hægt að fá í mismunandi stærðum. Litlu „bólurnar“ henta vel til að styrkja fingurnar og með stóru „bólunum“ til að styrkja alla hendina.
- Tangir – Nota þær til að taka upp smáhluti, mjúka bolta ,perlur og annað og setja yfir í annað ílát. Hægt að nota stærri tangir til að taka upp kubba og stafla í turn.