Vorhátíð 26.maí 2011

Vorhátíð leikskólans Álfheima verður haldin fimmtudaginn 26.maí ef veður leyfir og hefst kl:14.00 og lýkur kl;16,00. 


 

Vorhátíð leikskólans Álfheima verður haldin fimmtudaginn 26.maí ef veður leyfir og hefst kl:14.00 og lýkur kl;16,00.


Að þessu sinni höfum við skipulagt í samráði við Foreldraráð vinnudag þar sem smíðuð verða nokkur leiktæki á lóð Álfheima s.s. borð, farartæki o.fl.  Allir eru velkomnir að taka þátt í þessum verkefnum og gott væri að sjá marga hamra og sagir á lofti.


Anna Gína verkefnastjóri útikennslu  hefur yfirumsjón með verkinu.


Efnivið og áhöld lætur umhverfisdeild Árborgar  okkur í té.


 


Ævintýraland og útieldun verða á staðnum


   Pylsur og tilheyrandi kr.300,- fyrir gesti.


    Leikskólanemendur greiða ekki fyrir matinn.


 


Ps. Við fylgjumst vel með veðri og öskufallsspá en stefnum ótrauð  á þennan dag. Fylgist vel með skilaboðum á töflunni og/eða í     tölvupósti.