evahronn

Grænfánaafhending

Leikskólinn Álfheimar fékk sinn níunda Grænfána á degi íslenskrar náttúru miðvikudaginn 16. september 2020. Margrét Hugadóttir sérfræðingur frá Landvernd afhenti börnunum fánann með þeim orðum að hann væri verðulaun fyrir að vernda landið okkar.

Leikskólanum Álfheimum veitt viðurkenning á ráðstefnu Landverndar

Við getum öll haft áhrif. Ráðstefna Skóla á grænni grein 2020 var yfirskrift ráðstefnu Landverndar sem var haldinn 7.  febrúar sl. Þar var fjallað um þær áskoranir sem fylgja skólastarfi á tímum loftslagsbreytinga og var sjónum beint að valdeflandi aðferðum og verkfærum sem nota má með nemendum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra veitti viðurkenningar …

Leikskólanum Álfheimum veitt viðurkenning á ráðstefnu Landverndar Lesa Meira>>

Kynningarfundir fyrir foreldra

Kynningarfundir fyrir foreldra verða á eftirfarandi tímum Völusteinn – miðvikudaginn 2. október klukkan 15:00 Álfasteinn – fimmtudaginn 3. október klukkan 15:00 Óskasteinn – þriðjudaginn 8. október klukkan 15:00 Dvergasteinn – miðvikudaginn 9. október klukkan 15:00

Hjóladagur

Hjóladagur í Álfheimum    miðvikudaginn 8. maí 2019 Starfsfólk leikskólans tekur þátt í átakinu „hjólað í vinnuna” sem Íþróttasamband Íslands stendur fyrir dagana 8. – 28. maí 2019. Þessir dagar eru einnig bíllausir dagar. Í tilefni þess verða hjóladagar  í Álfheimum 8. og 28. maí. Þá mega börnin koma með hjólin sín í leikskólann og …

Hjóladagur Lesa Meira>>